Leiðarljós leikskólans

Leikskólinn hefur valið sér þrjú leiðarljós, Leikur, virðing og vinátta. Starf okkar felst í því vinna út frá þessum leiðarljósum ásamt þeim markmiðum sem sett eru hverju sinni.

Leikur
• Við leikum okkur allan daginn.
• Við lærum í gegnum leikinn, bæði börn og starfsfólk.
• Gleði.
• Við vinnum út frá áhugasviði hvers og eins.
• Frjálsi leikurinn er í hávegum hafður.
• Sjálfsprottin leikur.
• Útileikir.
• Hreyfileikir og leikir unnið út frá tónlist.
• Bjóðum upp á fjölbreyttan efnivið sem hvetur börnin til að sköpunar.
• Styðjumst við hugmyndir um flæði.
• Notum leikinn til að byggja traust.

Virðing
• Hlustum á hvort annað, allir hafa rödd og skoðanir.
• Eiga góð og jákvæð samskipti.
• Starfsfólk og börn eru góðar fyrirmyndir,.
• Starfsfólk og börn sýna fordómaleysi.
• Viðurkennum að allir eru einstakir með ólíkar þarfir.
• Eflum sjálfsvirðingu.
• Nálgumst hvern og einn á þeirra forsendum.
• Sýnum sanngirni, þolinmæði, áhuga og sveigjanleika.
• Berum virðingu fyrir umhverfi og náttúru.
• Berum virðingu fyrir samstarfsfólki.
• Sýnum góðmennsku.

Vinátta
• Sýnum hvert öðru traust og heiðarleika.
• Veitum hvert öðru umhyggju.
• Byggjum á opnum, jákvæðum og gagnvirkum samskiptum.
• Sýnum samkennd og væntumþykju.
• Sýnum fordómaleysi, börn og starfsfólk.
• Gleði.
• Hlustum á aðra.
• Deilum með öðrum.
• Miðlum málum.
• Vinnum saman.
• Hjálpumst að.
• Sýnum umbyrðarlyndi og virðingu.
• Veitum hvert öðru þá tilfinningu að tilheyra.

Hugmyndafræðilegar áherslur í Hálsaskógi

Leikskólinn Hálsaskógur starfar samkvæmt lögum um leikskóla og Aðalnámskrá leikskóla frá 2011. Á þeim grunni er þessi skólanámskrá útfærð en hún inniheldur helstu sérkenni, menningu og starfshætti leikskólans. Leikskólinn hefur náttúru- og umhverfismennt að leiðarljósi.

Námskrá hefur það hlutverk að auðvelda starfsfólki, foreldrum og öðrum sem áhuga hafa að nálgast markmið leikskólans. Starfsfólki leikskólans ber að vinna eftir námskránni í öllu sínu starfi. Hún er því tæki sem notað er við skipulagningu verkefna og mat á vinnu með börnunum. Skólanámskrá Hálsaskógar er unnin af öllu starfsfólki ásamt því að hluti hennar var unnin í samvinnu við leikskólana Jöklaborg, Seljakot og Seljaborg.

 

Leiðarljós Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg setur sér það markmið og leiðarljós að í leikskólum borgarinnar sé unnið metnaðarfullt fagstarf þar sem hverju barni er mætt á eigin forsendum. Áhersla er á virkt foreldrasamstarf með virkri þátttöku foreldra og að í leikskólunum starfi vel menntað og áhugasamt starfsfólk.

 

Uppeldisfræðileg stefna
Leikskólinn hefur verið þátttakandi í Grænfánaverkefni Landverndar og skóla á grænni grein. Hálsaskógur flaggaði sínum fyrsta fána sem sameinaður leikskóli árið 2013 en áður hafði Hálsakot verið þátttakandi frá því síðla árs 2003 og fékk afhentan Grænfánann í fyrsta sinn árið 2005. Leikskólinn leitar í smiðju kenninga fræðimannanna, Mihaly Csikszentamihalyi, John Dewey, Jean Piaget og Berit Bae.

Jákvæð sálfræði og flæði
Upphafsmenn jákvæðrar sálfræði má rekja til tveggja sálfræðinga, þeirra Martin Seligman og Mihaly Csikszentamihalyi. Jákvæð sálfræði byggist á því að styrkja sjálfsmynd, efla seiglu og hafa þannig betra þol gegn mótlæti. Hamingja fólks getur stuðlað að velgegni í skóla og vinnu, auk þess að betri samskiptum við aðra. Hún getur einnig veitt aukna þekkingu á styrkleikum einstaklinga og hæfni þeirra til þess að takast á við erfiðleika án þess að gefast upp.
Innan jákvæðrar sálfræði er af finna kenningu sem nefnist flæði (e.flow). Mihaly Csikszentmihalyi (Csikszentmihalyi, 2008) telur að flæði verði þegar gleði, sköpun og ferli fara saman í tengslum við lífið. Besta upplifunin sem einstaklingur fær er þegar verkefnin eru á mörkum þess sem líkaminn og hugurinn tekst á við.

Samskipti
Berit Bae er norsk og hefur hún um langt skeið helgað sig menntun leikskólakennara í Noregi. Rannsóknir hennar hafa beinst að samskiptum barna og fullorðinna í leikskólum en niðurstöður hennar benda til þess að viðhorf, viðmót og öll framkoma starfsfólks í leikskólanum gagnvart börnum og samstarfsfólki skapi forsendur fyrir þróunarmöguleika þessara aðila. Hennar hugmyndir fela í sér ákveðin grundvallaratriði sem þurfa að vera til staðar í uppbyggjandi samskiptum við börn. Þessi atriði eru viðurkenning, staðfesting, skilgreiningarvald/binding og ígrundun/aðgreining.

Umhverfið
Kennismiðurinn Dewey taldi mikilvægt að lögð væri áhersla á barnið, að það fái tækifæri til að vera skapandi, virkur og hugsandi einstaklingur. Umhverfi barnanna í leikskólanum þarf að einkennast af áhugaverðum viðfangsefnum sem vekja forvitni og veita tækifæri til að úrlausnar. Barnið þarf að fá tækifæri til að læra af eigin reynslu, virkni og áhuga. Dewey lagði einnig ríka áherslu á að ferlið væri aðalatriðið en ekki hvað kemur út úr því.

Uppeldi til ábyrgðar
Leikskólinn er að kynna sér vinnuaðferðir uppbyggingarstefnunar en þeim er ætlað að styðja starfsfólk skóla við að móta sér skýra stefnu varðandi samskipti og agamál. Uppeldi til ábyrgðar miðar einnig að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og átta sig á þörfum sínum. Hægt er að kynna sér nánar þessa hugmyndafræði á heimasíðu uppbyggingarstefnunnar www.uppbygging.is.