Tengsl skuli vera á milli skólastiga og leitast skal við að mynda samfellu er barn lýkur leikskólanámi og byrjar í grunnskóla. Við í Hálsaskógi erum í samstarfi við grunnskólana , Seljaskóla og Ölduselsskóla, í hverfinu og markmið þessa samstarfs er að:

 • efla samstarf, samvinnu og samskipti þessara tveggja skólastiga og brúa þannig bilið fyrir börnin áður en þau hefja grunnskólagöngu,
 • að auka samstarf leik- og grunnskólakennara.

Þessum markmiðum er náð með reglulegum heimsóknum á milli leik- og grunnskólana strax á haustmánuðum.

Einnig er formlegt samstarf á milli leikskólanna í hverfinu og er samstarfið margþætt. Markmið samstarfsins er að nýta þann mannauð sem starfsfólk skólanna hefur að geyma og efla á þann hátt lærdómssamfélagið. Leikskólarnir standa að sameiginlegum viðburðum s.s. sumarhátíð, sameiginlegum leiksýningum og fræðslu fyrir starfsfólk.

Stjórnendur leikskólanna eiga einnig með sér farsælt og gott samstarf, til að ræða starfstengd mál er fundað reglulega yfir starfsárið.
Leikskólinn á marga aðra góða samstarfsaðila bæði úr nærumhverfinu sem og öðrum hverfum borgarinnar. Samstarfið er mikilvægt, það styður við fagmennsku, þekkingu og fjölbreytni í uppeldisstarfinu. Okkar helstu samstarfsaðilar eru:

 • Þjónustumiðstöðin í Mjódd
 • Heilsugæslan
 • Velferðarsvið
 • Greiningarstöð ríkisins
 • Frístundarheimilin í Seljahverfi
 • Seljakirkja
 • ÍR
 • Seljahlíð
 • Menningarmiðstöðin Gerðuberg
 • Árbæjarsafn
 • Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
 • Þjóðleikhúsið
 • Borgarleikhúsið
 • Harpan