JöklaborgJöklaborg tók til starfa 11. október 1988 en formleg opnun hans var í Höfða 2. desember sama ár. Í upphafi var leikskólinn þriggja deilda leikskóli með 89 börnum alls. Ein deild Heimakot, var dagheimilisdeild fyrir 17 börn frá eins árs til sex ára og voru þau allan daginn. Einnig voru tvær leikskóladeildir þ.e. Heimasel og Heimaból fyrir börn sem voru hálfan dag, annað hvort fyrir hádegi eða eftir hádegi. Þá var gert ráð fyrir 17 tveggja til sex ára börnum fyrir hádegi og 19 börnum þriggja til sex ára eftir hádegi á hvorri leikskóladeildinni.

Deildir leikskólans voru opnaðar á misjöfnum tíma sem markaðist af því hve erfitt var þá að fá fólk til starfa og því að áhersla var lögð á að ráða eingöngu leikskólakennara í deildarstjórn á allar deildir áður en starfsemi hæfist. Heimakot var opnuð fyrst, þ.e. 11. október 1988 og síðan voru Heimaból og Heimasel opnaðar 28. febrúar 1989 en einungis fyrir hádegi og var önnur leikskóladeildin opnuð eftir hádegi 26. september 1989 og hin 7. mars 1990. Síðar var byggt við leikskólann og opnaðar voru tvær nýjar deildir í mars 2001, Heimahöll og Heimahlíð.

Í dag er leikskólinn Jöklaborg sex deilda leikskóli því fljótlega eftir að byggt var við var Heimahlíð skipt upp í tvær deildir og Heimalundur varð þannig sjötta deildin. Þrjár deildir eru fyrir börn á aldrinum eins til þriggja ára og þrjár deildir fyrir börn á aldrinum þriggja til sex ára. Alls eru 108 börn í leikskólanum.

Deildirnar heita Heimahlíð, Heimalundur, Heimahöll, Heimakot, Heimasel og Heimaból. Fyrstu árin var leikskólinn opinn frá kl. 7:30 – 18:30 en breyttist fljótt í 7:30 – 18:00. Opnunartíminn er núna frá 7:30 – 17:00.

Leikskólinn Jöklaborg
Jöklaseli 4 , 109 Reykjavík
Sími: 411 3250 & 557 1099
Netfang: joklaborg@reykjavik.is
Heimasíða: www.joklaborg.is

Leikskólastjóri: Anna Bára Pétursdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri: Eyrún Signý Gunnarsdóttir

namskrar_forsidur_330pxNámskrá Jöklaborgar er að finna hér í vefnum, en einnig er hægt að lesa hana uppsetta fyrir prent.

> Skoða uppsetta námskrá í vefskoðara
> Sækja námskrá á PDF sniði
> Skoða myndir úr starfi Jöklaborgar
> Horfa á viðtöl við leikskólabörn um grunnþætti menntunar

 

Í leikskólastarfi mynda hugtökin uppeldi, umönnun og menntun eina heild. Börnum er sýnd virðing og umhyggja og þau fá hvatningu og viðfangsefni við hæfi. Litið er á þau sem fullgilda þátttakendur í samfélagi leikskólans.

– Aðalnámskrá leikskóla 2011

 

Leikskólinn Jöklaborg starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla (nr. 90/2008). Lögin kveða á um að leikskólinn sé fyrsta skólastigið í skólakerfinu og starfar í samræmi við Aðalnámskrá leikskóla.

Jöklaborg