HálsaskógurLeikskólinn Hálsaskógur tók til starfa 1. júlí 2011 þegar leikskólarnir Hálsaborg og Hálsakot sameinuðust. Í leikskólanum eru sex deildir sem starfsræktar eru í tveimur starfsstöðvum sem nefndar eru Borg og Kot. Fljótlega eftir sameiningu var tekin ákvörðun um að aldursskipta húsunum þar sem yngri börn leikskólans dvelja í öðru þeirra og eldri börnin í hinu.

Í Borg eru þrjár deildir fyrir börn á aldrinum 2-3 ára og eru 21 barn á hverri deild, alls 63. Deildirnar í Borg heita Furulundur, Reynilundur og Lerkilundur. Í Koti eru einnig 3 deildir en þar eru börnin á aldrinum 4-5 ára. Á tveimur deildum dvelja 25 börn og á þeirri þriðju eru 20 börn, alls 70. Deildirnar í Koti heita Birkilundur, Grenilundur og Víðilundur. Í leikskólanum geta því dvalið 133 börn samtímis.

Hálsaskógur er í Hálsaseli 27-29, 109 Reykjavík
Símanúmer: 557 8360 Borg og 557 7275 Kot
Netfang: halsaskogur@reykjavik.is
Heimasíða: http://halsaskogur.leikskolar.is

namskrar_forsidur_330pxNámskrá Hálsaskógar er að finna hér í vefnum, en einnig er hægt að lesa hana uppsetta fyrir prent.
> Skoða uppsetta námskrá í vefskoðara
> Sækja námskrá á PDF sniði
> Skoða myndir úr starfi Hálsaskógar
> Horfa á viðtöl við leikskólabörn um grunnþætti menntunar

 

Saga Hálsaborgar og Hálsakots

Hálsaborg
Leikskólinn Hálsaborg tók til starfa 30. desember 1980. Hann var þriggja deilda, tvær deildir fyrir börn á aldrinum 3-5 ára og ein deild fyrir 1-3 ára börn. Alls dvöldu þar samtímis 60 börn, 21 barn á hvorri eldri deildinni og 18 börn á yngri deild.

Hálsakot
Leikskólinn Hálsakot tók til starfa 2.maí 1985. Upphaflega var ein deild skóladagheimili og leikskóli á tveimur deildum, eingöngu með börn í hálfdags vistun. Í lok árs 1989 flutti skóladagheimilið í annað hús og þriðja leikskóladeildin bættist við. í framhaldi af þessum breytingum byrjaði heilsdagsvistun í leikskólanum. Árið 2005 var byggt við Hálsakot og samhliða því urðu miklar breytingar innanhús. Í byrjun október 2005 opnaði svo fjórða deildin. Við þetta urðu til tvær yngri og tvær eldri deildir. Fjöldi barna var 73

Hálsaskógur