SeljaborgLeikskólinn Seljaborg var tekinn í notkun 15. júní 1977 og er hann elsti leikskólinn í Seljahverfi. Í upphafi var hann þriggja deilda leikskóli með aldursskiptum deildum síðar var einni deildinni breytt í sal og leikskólinn var þá tveggja deilda leikskóli með 43 börnum.

Árið 2001 var ráðinn inn nýr leikskólastjóri og í framhaldinu voru gerðar breytingar á starfsemi Seljaborgar þegar hugmyndafræði Hjallastefnunnar var innleidd.

Sú breyting gekk afar vel fyrir sig og hefur Seljaborg unnið farsællega í anda þeirrar stefnu síðan þá. Í dag er Seljaborg þriggja kjarna leikskóli með 58 börn leikskólinn hefur það að leiðarljósi að mæta hverju barni eins og það er og virða og viðurkenna ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga. Kjarnarnir heita Yngrikjarni þar sem tveggja ára börnin stelpur og strákar eru á sama kjarna. Hinir kjarnanir tveir eru kynjaskiptir og nefnast Stelpu- og Strákakjarni.

Seljaborg er í Tunguseli 2, 109 Reykjavík
Simanúmer: 557 6680
Netfang: seljaborg@reykjavik.is
Heimasíða: http://www.seljaborg.is

Leikskólinn Seljaborg starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla (nr. 90/2008). Lögin kveða á um að leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu og starfar í samræmi við Aðalanámskrá leikskóla.

namskrar_forsidur_330pxNámskrá Seljaborgar er að finna hér í vefnum, en einnig er hægt að lesa hana uppsetta fyrir prent.
> Skoða uppsetta námskrá í vefskoðara
> Sækja námskrá á PDF sniði
> Skoða myndir úr starfi Seljaborgar
> Horfa á viðtöl við leikskólabörn um grunnþætti menntunar

 

Seljaborg