Í Aðalnámskrá leikskóla frá 2011 eru settir fram sex grunnþættir menntunar sem tengjast innbyrðis og fléttast inn í allt skólastarf og eiga að endurspeglast starfshætti leikskóla. Grunnþættirnir eru sýnilegir í öllu skólastarfi og vinnubrögð kennara og annarra sem þar starfa mótast út frá þeim. Með því er stuðlað að sjálfstæði, frumkvæði og þróun í leikskólastarfi. Grunnþættirnir eru: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.

sjonvarp_200px
ATH! Hægt er að horfa á stuttar kvikmyndir tileinkaðar hverjum grunnþætti þar sem börn í leikskólunum fjórum svara spurningum þeim tengdum.

#1 Læsi

Hugmyndir manna um læsi hefur breyst og er það í takt við samfélagslegar breytingar þar sem tölvur og stafræn samskipti eru orðin hluti af daglegum venjum fólks. Í leikskólum er byggður upp grunnur að læsi, svokallað bernskulæsi. Með bernskulæsi er leikurinn notaður sem félagslegt fyribæri, en nám og leikur eru óaðskiljanlegir þættir. Börnin eru virkir þátttakendur í því að umskapa og umskrifa heiminn, læsi snýst um að skapa eigin merkingu.

> Horfa á kvikmynd um grunnþáttinn Læsi

#2 Sjálfbærni

Við erum með jörðina að láni og mikilvægt er að henni sé skilað til komandi kynslóðar í ekki lakara ástandi en tekið var við henni. Mikilvægast í sjálfbærnimenntun er að gera börnin að virkum borgurum með því að skapa samábyrgð og gera þau meðvituð um gildi og viðhorf.

> Horfa á kvikmynd um grunnþáttinn Sjálfbærni

#3 Heilbrigði & velferð

Heilbrigði og velferð byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Byggja þarf upp jákvæða sjálfsmynd og skapa aðstæður til heilbrigðra lífshátta. Efla þarf börnin í að taka eigin ákvarðanir sem tengjast heilbrigðu líferni. Bjóða skal upp á heilsusamlegt mataræði, tekið skal mið af þörfum allra.

> Horfa á kvikmynd um grunnþáttinn Heilbrigði & velferð

#4 Lýðræði & mannréttindi

Gert er ráð fyrir því að börnin læri um lýðræði í lýðræði. Skólar þurfa því að stuðla að lýðræðislegri hugsun í öllum námsþáttum. Allir eiga að búa við mannréttindi og fá tækifæri til að hafa áhrif á líf sitt og samfélag. Lýðræðislegir skólar byggja upp lærdómssamfélag.

> Horfa á kvikmynd um grunnþáttinn Lýðræði & mannréttindi

#5 Jafnrétti

Jafnréttismenntun felur í sér þau markmið að skapa jöfn tækifæri fyrir alla til að þroskast og rækta hæfileika sína. Skólar verða að sjá til þess að engar hindranir standi í vegi barna. Mikilvægt er að draga fram fjölbreytileikann og fagna því að við búum í fjölmenningarsamfélagi og hafna einsleitni.

> Horfa á kvikmynd um grunnþáttinn Jafnrétti

#6 Sköpun

Sköpun er að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleikana. Mikilvægt er að virkja hjá börnunum forvitni, sjálfsköpun og í að gera eitthvað nýtt. Sköpun á sér stað í öllum námsþáttum ekki eingöngu í listgreinum. Leikurinn er mikilvæg námsleið og opnar nýjar víddir. Hlutverk kennara er að hvetja börnin í að sína frumkvæði og skapandi hugsun og bjóða upp á fjölbreyttan efnivið.

> Horfa á kvikmynd um grunnþáttinn Sköpun