Áhersla er lögð á góða foreldrasamvinnu sem við teljum grundvöll að góðu samstarfi.

Aðlögun barnsins

Áhersla lögð á að það sé einn starfsmaður sem sér um aðlögun barnsin og er það hópstjóri barnsins.

Fyrsti dagur: Barnið kemur í fyrstu heimskókn með foreldri kl. 10 og er með í hópatíma.
Annar dagur: Barnið mætir kl. 8:30 og borðar morgunmat, foreldrar eru með barninu til að byrja með og kveðja það ef vel gengur og sækja kl. 11:00.
Þriðji dagur: Barnið mæti kl. 8:30 og er til 11:30 og er með í hádegismat
Fjórði dagur: barnið mætir á sínum tíma og er til kl. 15:00, fer þá í fyrstu hvíldina
Fimmti dagur: Barnið er sinn vistunartíma ef allt gengur vel og við erum í sambandi við foreldra og látum þau vita hvernig gengur.

Börn koma með eitthvað að heiman sem veitir þeim öryggi svo sem kodda, bangsa, teppi eða hvað sem þau vilja og getur hjálpað þeim.
Lök og teppi leikskólans eru þvegin einu sinni í viku og teppin eru geymd í fatahólfi barna.

Þetta er sú aðlögun sem við setjum upp en síðan er það ákvörðun foreldra hvernig þeir vilja hátta aðlöguninni.

Kynningafundir og fyrsta viðtal

Vor/sumar eru foreldar boðaðir í fyrsta viðtal þá er farið í gengum starfið og leikskólinn skoðaður.

Foreldrar gefa upplýsingar um barnið og skrifa undir dvalasamning.

Leikskólastjóri eða aðstoðarleikskólastjóri taka viðtalið og eru áætlaðar 45 mín. í hvert viðtal.

Síðan erum við með kynningu á starfi skólaársins á Aðalfundi foreldarfélagsins sem haldinn er í október/nóvember ár hvert.

Foreldrafélagið

Sex foreldrar eru í foreldraráði og hittast þeir reglulega ásamt leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra. Við undirbúum saman ýmsa viðburði fyrir leikskólann.

Foreldraráð

Í foreldraráði eru þrír fulltrúar kosnir á aðalfundi foreldrafélagsins. Þeir fundir eru boðaðir af foreldraráði og leikskólastjóra. Aðalfundur foreldrafélagsins er haldinn að hausti og á sama tíma er kynningarfundur fyrir foreldra á starfi vetrarins. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla, fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi og eru fundir haldnir reglulega yfir veturinn og eins oft og þörf þykir bæði með foreldraráði og foreldrafélaginu.

Foreldrafélagið er kosið á haustin og í því sitja fimm til sex foreldrar, þeir sjá m.a. um sumarhátíð leikskólans í samstarfi við leikskólann ásamt ýmsum uppákomum.

Foreldrasamtöl

Leikskólinn býður foreldrum tvisvar á skólaári í foreldrasamtöl, að hausti og að vori. Í foreldasamtölum að hausti er verið að ræða líðan barnsins. Í samtölunum að vori er verið að fara yfir þroskamat og stöðu barnsins. Að hausti er það val foreldra hvort þau vilji viðtal en það er ætlast til að foreldrar mæti í viðtölin að vori. Í viðtölunum að vori er farið yfir þær skimanir sem teknar eru á börnunum s.s Hljóm 2, Tras og Efi2. Foreldrum er alltaf velkomið að óska eftir viðtali við kjarnastjóra hvenær sem þurfa þykir. Við teljum mikilvægt að góð samskipti séu á milli heimilis og leikskóla. Það er mikilvægt að allar upplýsingar um breytingar á högum barnsins skili sér til leikskólans svo við getum brugðist rétt við gleði, sorg eða vanlíðan barnsins. Foreldrar eru lykilmenn í leikskólanum og ábendingar alltaf vel þegnar. Við hvetjum foreldra til að taka þátt í starfi og hafa þannig áhrif á innra starf leikskólans.

Aðlögun á milli deilda

Þegar börn flytjast á milli kjarna þá sjáum við um aðlögunina. Barnið fer í stuttar heimsóknir og svo þegar við teljum barnið tilbúið þá færir það dótið sitt yfir á nýja kjarnann.