Viðburðir á vegum leikskólans eru fjölmargir og má þar nefna foreldrakaffi sem er annan hvern mánuð og hefur það verið vel sótt. Við förum í Heiðmerkurferð ásamt foreldrum og börnum til að velja jólatré. Opið hús er fyrir gesti og gangandi á Degi leikskólans, Sólarkaffi er þegar elstu börnin eru útskrifuð við hátíðlega athöfn og haldin er Sumarhátíð með leikskólunum í hverfinu í tengslum við 17. júní. Elstu börnin sem eru að útskrifast fara í útskriftarferð í maí að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Þar dvelja kennarar og börn saman í sumarbústöðum í einn sólarhring. Á Bjarteyjarsandi fá börnin tækifæri til að kynnast bústörfum, sauðburði og fleiru. Við þetta eflum við sjálfsbjörg og sjálfsöryggi barna á Seljaborg.

Heimasíða

Inn á heimasíðuna eru settar allar upplýsingar er viðkoma starfinu sem og auglýsingar og fréttir. Myndir úr starfinu er settar inn, vikulegar fréttir frá kjörnunum og valtalning sem gerð er einu sinni í mánuði.

Einnig erum við með Facebooksíðu sem foreldrar hafa aðgang að.