Formlegt samstarf er á milli leik og grunnskóla í hverfinu. Undirbúningshópur, þ.e. einn fulltrúi frá hverjum leik- og grunnskóla, sem kallast tengiliðir, koma saman á fundi í byrjun skólarárs. Tilgangur fundar er að skipuleggja og koma þeim hugmyndum í framkvæmd sem koma fram á sameiginlegum fundi kennara leik- og grunnskóla í Seljahverfi.

Skólastjórnendur leik og grunnskóla eiga farsælt og gott samstarf og funda minnst tvisvar og oftar er þörf þykur yfir starfsárið.

Samstarfsaðilar

 • Foreldrar
 • Grunn-leik- og frístund Seljahverfi
 • Þjónustumiðstöð
 • ÍR
 • Heilsugæslan
 • Seljakirkja
 • Barnavernd
 • Seljahlíð
 • Velferðasvið
 • Gerðuberg og önnur söfn
 • Greiningarmiðstöð