SeljakotLeikskólinn Seljakot tók til starfa þann 10. september 1996. Áður hafði verið starfrækt skóladagheimili í húsnæðinu og fundaraðstaða fyrir aðra leikskóla í Breiðholti. Fyrstu árin voru 32 börn samtímis í leikskólanum en í febrúar árið 2000 var nýbygging við leikskólann tekin í notkun. Þá fjölgaði börnunum og eru þau núna 58 samtímis. Deildirnar eru þrjár og heita Ból, Kot og Sel.

Deildir skólans eru aldurskiptar, helstu kostir við aldurskiptingu deilda er að mati kennara að börnin geta valið fleiri félaga á sínum aldri og að starfið á hverri deild verður þroskamiðaðra og auðveldara í allri skipulagningu. Í Seli er yngsti hópurinn, í Koti er miðju hópurinn og í Bóli eru elstu börnin. Leikskólinn er staðsettur við Rangársel í Seljahverfi, niður við dalinn, umhverfið er fallegt og ákaflega fjölbreytt með læk, trjám og ýmsum gróðri sem bíður upp á ótal útivistarmöguleika.

Leikskólinn Seljakot
Rangársel 15, 109 Reykjavík
Sími: 557 2350
Netfang: seljakot@reykjavik.is
Heimasíða: www.seljakot.is
Leikskólastjóri: Sigríður Kristín Jónsdóttir
Aðstoðaleikskólastjóri: Ragnheiður Ósk Jensdóttir

Leikskólinn Seljakot starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla (nr. 90/2008). Lögin kveða á um að leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu og starfar í samræmi við Aðalnámskrá leikskóla.

namskrar_forsidur_330pxNámskrá Seljakots er að finna hér í vefnum, en einnig er hægt að lesa hana uppsetta fyrir prent.
> Skoða uppsetta námskrá í vefskoðara
> Sækja námskrá á PDF sniði
> Skoða myndir úr starfi Seljakots
> Horfa á viðtöl við leikskólabörn um grunnþætti menntunar

 

Seljakot