Foreldrar eru þeir aðilar sem þekkja sín börn best og því er mikilvægt að gott samstarf sé á milli heimilis og skóla, en líðan barns í leikskóla er samtvinnuð velferð fjölskyldu þess og heimilis. Strax við upphaf leikskólagöngu er lagður hornsteinn að góðu samstarfi foreldra og leikskóla. Leikskólinn leggur áherslu á að byggja upp gagnkvæmt traust og náið samstarf við foreldra frá byrjun þar sem leikskólakennarinn kynnist barninu í gegnum starf leikskólans og þekkir hvernig það tekst á við leikskólastarfið.

Lesa um tengsl fjölskyldu og skóla í leikskólum Seljahverfis: