Vefurinn SELJALEIKSKÓLAR.IS hefur að geyma námskrár fjögurra leikskóla í Seljahverfi í Reykjavík, námskrár í prentformi, kvikmyndir um sex grunnþætti menntunar og ljósmyndir úr starfi skólanna. Efnisatriði námskránna eru alls 9 talsins, en hver leikskóli mótar sér stefnu og áherslur innan þeirra.

cropped-Fjórlitir-lógó.pngNámskrár

Námskrár á vef Á forsíðu vefjarins eru tenglar á hin níu sameiginlegu efnisatriði námskránna fjögurra, en efst á forsíðu má finna tengla inn á vefræna námskrá hvers leikskóla fyrir sig; Hálsaskógar, Jöklaborgar, Seljaborgar og Seljakots.

Námskrár á prenti Námskrár leikskólanna eru einnig tiltækar uppsettar fyrir prent, en þær má sækja á PDF sniði eða lesa í sérstökum vefskoðara.

cropped-Fjórlitir-lógó.pngKvikmyndir

Hér í vefnum er einnig boðið upp á sex stuttar kvikmyndir tileinkaðar hverjum grunnþætti menntunar skv. Aðalnámskrá (læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun) þar sem börn í leikskólunum fjórum svara spurningum þeim tengdum.

cropped-Fjórlitir-lógó.pngLjósmyndir

Að lokum má hér í vefnum skoða ljósmyndir af fjölbreyttu starfi leikskólanna í Seljahverfi.